Eins og margsagt hefur verið frá, var auk mýrarbolta keppt í nýrri grein, svokallaðri drulluteygju. Á lokahófi mýrarboltans á sunnudag voru afhent verðlaun þeim tveimur sem komust lengst með mýrarboltaflaggið í drullunni. Þórarinn Ólafsson gekk lengst allra og kom það fáum á óvart. Ofsinn var það mikill að í lokin sleit Þórarinn teygjuna. Það sem hins vegar kom á óvart var hversu lítið styttra valkyrjan Sigurdís Samúelsdóttir komst með flaggið, en hún var býsna nálægt karlametinu.
Drulluteygjan vakti mikla lukku áhorfenda og er nokkuð öruggt að keppt verður í henni aftur. Að vísu gæti þurft að redda nýrri teygju sem keypt verður á reikning Þórarins.
|