Lokahóf mýrarboltans 2007 fór fram í edingborgarhúsinu sunnudagskvöldið 5.ágúst.
Yfir 300 manns komu þar saman og fögnuðu sigurvegurum og öðrum verðlaunahöfum. Lokahófið er hápunktur helgarinnar og ávallt góð stemming og vel mætt, enda er lokahófið innifalið í þátttökugjaldinu.
Ballið (sem líka er innifalið) var gríðargott og hljómsveitin Húsið á Sléttuni fór á kostum og virkilega þéttir drengir þar á ferð.
|