• Hverjir halda mótið
  • Hvað er mýrarbolti?
  • Að komast til Ísafjarðar
  • Myndasafn
  • Tenglasafn
  • Gestabók
  • Póstur til vefstjóra
 Fréttir
  • Skoðanakönnun um dagsetningu 2007
  • Frægð Mýrarboltans á Ísafirði nær nýjum hæðum
  • Mýrarboltinn í Kompás
  • Auglýsing tekinn upp með Mýrarboltaköppum
 eldra..
 Mótið 2006
  • Úrslit 2006
  • Tilraun til að setja leikjaröð beint á síðuna.....
  • Riðlar 2006
  • Vellirnir klárir!!
 eldra..
 Mótið 2007
  • Fyrirkomulag 2007
  • Dagskrá 2007
 eldra..
 Skráning 2007
  • Hér er að finna skráningarblaðið
 eldra..
 Umfjöllun í fjölmiðlum
  • Mýrarboltinn í Kompás
  • Helgarsport RÚV 13.ágúst 2006
  • Frétt á NFS 12.ágúst 2006
  • Myndband frá 2005
 eldra..

    
   









Mýrarboltinn 2007, 3. - 5. ágúst

Evrópumeistaramótið í
Mýrarbolta á Ísafirði

Teningunum hefur verið kastað!

Dagsetning hefur verið ákveðin. Stjórnin Mýrarboltafélags Íslands hefur ákveðið að hafa mýrarboltamótið 2007 um verslunarmannahelgina. Ástæðan er fyrst og fremst sú að við gerum ráð fyrir að mótið taki meira einn dag því fjöldi þátttakenda á eftir að vaxa og ekki hægt að ljúka keppni á einum degi á þeim völlum sem standa til boða. Eins var niðurstaða skoðanakönnunar á vefnum á þá leið að flestir vildu nýta verslunamannahelgina undir mótið. Við erum ekki smeykir við að tefla okkar fjöri fram gegn Vestmannaeyjum eða öðru þunnildi sem er verið að bjóða upp á um þessa ágætu helgi. Fjörið verður á Ísafirði en með öðrum formerkjum en annars staðar. Þetta er ekki fjölskylduhátíð í þeirri merkingu sem margir flagga (þó verður boðið upp á barnagæslu með foreldrar veltast um í mýrinni)og ekki er um drykkjusamkomu að ræða þó vissulega sé leyfilegt að sötra öl í litlum mæli meðan fjörið fer fram. Ætlunin er að bjóða upp á varðeld á laugardagskvöldinu með lifandi tónlist. Kannski Árni Johnsen heiðri samkomuna...hver veit?

Evrópumeistaramótið í mýrarbolta 2006 fór fram á Ísafirði 12.ágúst 2006.

Mótið fór fram í blíðskaparveðri og heppnaðist vel og voru keppendur ánægðir með daginn. 26 lið tóku þátt, 17 karlalið og 9 kvennalið. Samtals voru 242 keppendur í þessum liðum.

Við hjá Mýrarboltafélagi Íslands þökkum þátttakendum og áhorfendum sem komu í Tungudal við Ísafjörð kærlega fyrir samveruna og hlökkum til að sjá ykkur að ári.

Myndir frá 2006 eru komnar á netið. sjá myndasíðu


Fréttir
FC Scrotum sló í gegn í mýrarboltanum

Eitt af þeim liðum sem útsendarar Mýrarboltans tóku eftir á mótinu 2006 var lið FC Scrotum. Liðsmenn FC Scrotum lögðu land undir fót og ferðuðust vestur til að taka þátt.

Við tókum fyrirliðann, Gunnar Þór Gerisson, tali og skelltum á hann nokkrum "how do you like Iceland" spurningum.

...meira


Hljómsveitin "The Foghorns" spilar á lokahófinu

Hljómsveitinn "The Foghorns" ætlar að heiðra Ísfirðinga og Mýrarboltafólk með nærveru sinni og spila á lokahófinu.

...meira


Föstudagurinn

Eins og fram kemur í dagskrá mótsins þá er mótttaka skráningarganga á Föstudagskvöldið niðri á Veitingastaðnum og kaffihúsinu í Neðstakaupstað (Rauða timburhúsið neðst á eyrinni).

Það er mikilvægt að fulltrúar allra liða mæti á svæðið, því þar fara fram nokkur mikilvæg skipulagsmál.

...meira


Að halda sig á mottunni

Foreldrafélag mýrarboltans vill koma þeim tilmælum til keppenda, að ganga hægt um gleðinnar dyr á laugardaginn. Og keppendur eru beðnir að gæta sér hófs, en fá í staðinn útrás inni á vellinum.



fara á fréttasíðu

.

Mýrarbolti er, eins og nafnið gefur til kynna, fótbolti í mýri. Spilaður er fótbolti samkvæmt venjulegum knattspyrnuleikjum í drullusvaði.

Mótinu er skipt í kvenna og karlariðla og hvetjum við sérstaklega stelpurnar til að skrá sig. Góð þátttaka er hjá bæði kynum og brjáluð stemming!!

Páll Önundarson er opinber ljósmyndari mótsins og allar myndir sem birtast á þessari síðu eru teknar af honum.






 
© Netheimar ehf.