Fyrsta Mýrarboltamótið á Íslandi var haldið haustið. 2004 af nokkrum knattspyrnuáhugamönnum á Ísafirði. Forsagan að því móti var ferð tveggja eldhuga á heimsmeistaramótið í mýrarbolta í Finnlandi sumarið 2004 þar sem menn hrifust af stemmingunni og þeirri einstöku skemmtun sem þessi íþrótt býður uppá.
Eftir góðar móttökur keppenda og áhorfenda á mótinu á Ísafirði var ákveðið að slá til og halda veglegt mót sumarið 2005 og er þessi síða afrakstur undirbúningsvinnu að því móti. Mótið sló í gegn og tóku 14 lið þátt, þar af 5 kvennalið!
Svo var það 25.nóvember að Mýrarboltafélag Íslands var stofnað. Mýrarboltamótið á ísafirði er fyrirs og fremst drifið áfram af sjálfboðavinnu áhugamanna um atburðaþróun í Ísafjarðarbæ og má segja að þessi atburður sé sjáfseignastofnun. Enginn hagnaður hefur myndast við mótshaldið og er það ekki fjáröflun fyrir íþrótta- eða félagssamtök. Allir fjármunir sem verða til í kringum mótið fara í að gera mótið sjálft sem veglegast og til að hlúa sem best að þátttakendum.
Stjórn Mýrarbolafélags Íslands skipa eftirtaldir aðilar:
Formaður:
Jóhann Bæring Gunnarsson ()
Gjaldkeri:
Jón Páll Hreinsson ()
Ritari:
Rúnar Óli Karlsson ()
Meðstjórnandi:
|