Laugardaginn 14.sept sl. kom vaskum hópur ljósmyndara og stílista til Ísafjarðar frá auglýsingastofunni Fíton til að taka upp auglýsingu með mýrarboltamóti sem aðal concept.
BB á Ísafirði birti þessa grein á vef sínum.
bb.is | 18.09.06 | 11:41
Auglýsing tekin upp með Mýrarboltaleikmönnum
Auglýsing var tekin upp á Mýrarboltasvæðinu í Tungudal á laugardag með leikmönnum Mýrarboltamótsins sem fór fram í ágústmánuði. „Það var auglýsingastofan Fíton í Reykjavík sem óskaði eftir því að fá nokkra leikara í lið til að leika mýrarbolta fyrir auglýsingatöku. Þeir lögðu mikla áherslu á að fá „alvöru“ leikmenn en ekki módel. Það voru þrír strákar og tvær stelpur sem mættu í myndatöku“, segir Rúnar Óli Karlsson einn skipuleggjandi Mýrarboltamótsins. Myndirnar munu birtast í auglýsingaherferð stórs fyrirtækis í byrjun næsta mánaðar og að sögn Rúnars mun það ekki fara framhjá neinum. Ekki er hægt að gefa upp hvert fyrirtækið er. Allir leikmenn gáfu vinnu sína en Mýrarboltafélag Íslands mun njóta góðs af vinnu þeirra.
|