|
Eins og fram kemur í dagskrá mótsins þá er mótttaka skráningarganga á Föstudagskvöldið niðri á Veitingastaðnum og kaffihúsinu í Neðstakaupstað (Rauða timburhúsið neðst á eyrinni).
Það er mikilvægt að fulltrúar allra liða mæti á svæðið, því þar fara fram nokkur mikilvæg skipulagsmál. Tilkynningar og farið verður yfir nokkur mikilvæg atriði sem liðin þurfa að vera með á hreinu.
Hið fyrsta þá eru afhend armböndin fyrir leikmenn. Allir leikmenn og leikkonum þurfa að vera með armband um handlegginn til að aðgreina sig frá áhorfendum. armbandið er einnig inngöngumiðinn á lokahófið.
Mýrarboltabolirnir eru einnig afhenntir á föstudaginn og fær fyrirliðinn allan binginn til að dreifa til leikmanna.
Síðast en ekki síst þá er dregið í riðla á föstudaginn!!
|