• Forsíđa
  • Hverjir halda mótiđ
  • Hvađ er mýrarbolti?
  • Ađ komast til Ísafjarđar
  • Myndasafn
  • Tenglasafn
  • Gestabók
  • Póstur til vefstjóra
 Fréttir
  • Skođanakönnun um dagsetningu 2007
  • Frćgđ Mýrarboltans á Ísafirđi nćr nýjum hćđum
  • Mýrarboltinn í Kompás
  • Auglýsing tekinn upp međ Mýrarboltaköppum
 eldra..
 Mótiđ 2006
  • Úrslit 2006
  • Tilraun til ađ setja leikjaröđ beint á síđuna.....
  • Riđlar 2006
  • Vellirnir klárir!!
 eldra..
 Mótiđ 2007
  • Fyrirkomulag 2007
  • Dagskrá 2007
 eldra..
 Skráning 2007
  • Hér er ađ finna skráningarblađiđ
 eldra..
 Umfjöllun í fjölmiđlum
  • Mýrarboltinn í Kompás
  • Helgarsport RÚV 13.ágúst 2006
  • Frétt á NFS 12.ágúst 2006
  • Myndband frá 2005
 eldra..

    
   









Fréttir | 19.8.2006
FC Scrotum sló í gegn í mýrarboltanum
Ingi Hrafn međ verđlauna
Ingi Hrafn međ verđlauna"listaverkiđ" góđa frá Dýrfinnu Torfa
   

Eitt af þeim liðum sem útsendarar Mýrarboltans tóku eftir á mótinu 2006 var lið FC Scrotum. Liðsmenn FC Scrotum lögðu land undir fót og ferðuðust vestur til að taka þátt.

Við tókum fyrirliðann, Gunnar Þór Gerisson, tali og skelltum á hann nokkrum "how do you like Iceland" spurningum.

> Til að byrja með, þá voru þið markheppnir með einæmum og m.a. skoraði einn ykkar fallegasta mark mótsins!

Já, Það var hann Ingi Hrafn Guðmundsson sem skoraði fallegasta mark mótsins. fyllilega verðskuldað!

> Hvernig fréttir þú af mýrarboltanum?

Fyrtsu fréttir sem ég fékk af mýrarboltanum var af plakati niðrí skóla. Svo rakst ég á þetta á netinu líka, mbl.is .

> Hvernig upplifðir þú Ísafjörð?

Ísafjörður er skemmtilegur bær. Fólkið mjög vinalegt og vill allt fyrir mann gera. Tekið mjög vel á móti okkur.

> Hvernig fannst þér svo mótið, slappt þetta hjá okkur?

Mýrarboltinn er algjör snilld. Það er enginn vafi. Ef þú blandar saman fótbolta, drullumalli og miklum átökum er útkoman frábær skemmtun. Menn í okkar hópi voru að tala um að þetta væri eitt það skemmtilegasta sem þeir hefðu gert og viljinn til að koma aftur að ári er mikill.

> Hvað fannst þér skemmtilegast við mótið?

Skemmtilegast við mótið var stemmingin í kringum það. Þetta var eins konar "Woodstock" stemming. Leikmenn og áhorfendur voru komnir til að skemmta sér og gerðu það vel.

> Hvað kom þér mest á óvart?

Það sem kom mér mest á óvart var hvað þetta tók rosalega á. Að spila á velli nr. 1 var bara eitt það erfiðasta sem maður hefur lent í.

Líka kom á óvart hvað stelpurnar voru grimmar, þær gáfu okkur strákunum ekkert eftir í keppnisskapi og ákafa.

Þakka fyrir frábært mót og frábæra skemmtun.

Gunnar Þór

     
 
Til baka
 
© Netheimar ehf.