Mýrarboltafélagið gerir ráð fyrir mikilli þátttöku í ár.
Ákveðið hefur verið að skipta liðum í tvennt eftir því hvort að lið séu mætt til að vinna eða hafa gaman að þessu. Semsagt tvær deildir; skemmtideild og atvinnumannadeild. Báðar deildirnar spila báða dagana en á laugardeginum verða undanriðlar og spennan verður orðin yfirþyrmandi á sunnudeginum þegar nær dregur úrslitunum.
Áfram verður keppt um bestu búningana, drullugasta leikmanninn, fallegasta markið og fleiri ómissandi titla.
Meiru verður bætt hér við þegar línur skýrast enn frekar.
|