Skip to Content

MIÐASALA OPIN Á TIX.IS

Við erum orðin ekkert smá spennt fyrir komandi mánuði því það eru aðeins 5 helgar í versló!!

Ertu búin/nn að finna þér lið?
Ertu búin/nn að finna þér búning ?
Ertu búin/nn að kaupa þér miða?

Jáá þið heyrðuð það fyrst hér! Það er búið að opna miðasöluna fyrir mýrarboltann 2016.

En þið finnið miðasöluna á tix.is undir sport, Þar stendur MÝRARBOLTI !

Smellið HÉR fyrir miðasölu

SKRÁNING ER HAFIN!!

Já skráning er hafin á Mýrarboltann 2016!!!

Til þess að skrá lið sendiru email á Thelmarutjo@gmail.com

þær upplýsingar sem þurfa að koma framm eru
Nafn liðs:
Nafn fyrirliða:
Símanúmer fyrirliða:
netfang:

kviss bang búmm og þið eruð búin að skrá lið!!!

Sala á armböndum mun síðan fara framm inná Tix.is og mun hefjast á næstu dögum!!

haus2016_skorinn

Forsetaframbjóðendur í skítkasti á Mýrarboltanum 2016

Nú líður senn að kjördegi og frambjóðendur orðnir drullugir upp
yfir haus eftir harða kosningabaráttu. Til þess að forðast áframhaldandi sandkassaleik fram að kosningum hefur því verið blásið til sérstaks viðurleiks frambjóðenda í skítkasti á Mýrarboltanum 2016.

Stjórn Mýrarboltans býður alla frambjóðendur formlega velkomna og mun gæta þess að jafnræði verði í hópnum þrátt fyrir að nýkjörinn forseti verði á meðal skítkastara.

forsetatr á mýrarbolta

 

Eftir að hafa heyrt hljóðið í frambjóðendunum þá er búist við mikilli spennu í leiknum enda eru margir í hópnum orðnir þaulvanir í greininni, ásamt stuðningsmönnum sínum.