Skip to Content

Skráning er hafin fyrir Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta 2018

Skráning er hafin í fyrir Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta 2018. sem haldið verður á Verslunarmannahelginni. Hægt er að skrá sig í gegnum netfangið  myrarbolti@myrarbolti.com

Í ár verður mótið haldið í Bolungarvík, líkt og í fyrra. Mótssvæðið er við tjaldsvæðið og sundlaugina í Bolgungarvík. Öll þjónusta og afþreying er í göngufæri frá mótssvæðinu.

Við ætlum að vera með sama miðaverð á mótið í ár líkt og í fyrra.

Keppnisarmband kosta 6.000,-kr og ballarmband kostar 6.000,-kr

Ef keypt er ofurarmband þá kostar það 10.000,-kr. og þá kemstu þú inn á öll böll í Bolungarvík ásamt því að geta keppt í Mýrarbolta.

Þetta verður bara Drullu-gaman

 

Mótið hefst kl 12:00!

12:00 – 12:00 – 12:00 – 12:00 

Það er að koma að þessu… Mýrarboltamótið 2016 hefst á MORGUN(!!) laugardaginn 30. júlí!

Til þess að allir verði ferskir munum við hefja mótið klukkan 12:00 svo það er enginn sem þarf að rífa sig upp fyrir allar aldir.
Við hlökkum drullumikið til að sjá ykkur á morgun klukkan 12:00!

P.S. ekki gleyma að sækja miðana ykkar í Edinborg í dag á milli 16:00 og 22:00! Miðasalan fer fram á tix.is. 

Mynd: Sigurjón J. Sigurðsson

Mynd: Sigurjón J. Sigurðsson

 

Skráning liða lokar kl 13:00 í dag!!

Það eru eflaust flestir búnir að skrá liðin sín en þeir sem eru ekki búnir þá er opið fram að hádegi!
um að gera að skrá sig sem fyrst og drulla sér vestur !

Miðakaup fer í gegnum tix.is og afhending armbandanna opnar kl 16 í Edinborg og er til 22:00
Hægt er að nálgast keppnisarmbönd inná mótsvæði en þó einungis með miða frá tix.is eða með pening því ekki verður posi
inná mótstjórn.

myro1