Það er tvennskonar verð inná mýrarboltann. Þú getur keypt keppnisarmband ef þú ert að keppa. Ef þú vilt bara koma og fylgjast með, en taka þátt í fjörinu á kvöldin, þá er hægt að kaupa ballarmband. Ef þú ert bæði að keppa og djamma, þá þarftu að kaupa bæði armböndin!

Hægt er að kaupa bæði armböndin á tix.is.

Auk þess verður hægt er að kaupa armböndin á skráningarkvöldinu (föstudagskvöldið) í Einarshúsi, á keppnisstað báða dagana og á böllunum í félagsheimilinu.

Þátttökuarmband:

Miðaverðið fyrir keppnisarmband er 6.000 fyrir 2018. Ballarmband kostar 6.000, en saman kosta þau 10.000, því í Bolungarvík eru 6 + 6 = 10.

Ballarmband

Þeir sem djamma á mýrarboltahelginni geta keypt sér Ballarmband á 6.000.

Innifalið:

  • Aðgangur að öllum dúndurböllunum sem eru í Bolungarvík á helginni.
*verð birt með fyrirvara um breytingar