Skráning er hafin í fyrir Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta 2018. sem haldið verður á Verslunarmannahelginni. Hægt er að skrá sig í gegnum netfangið  myrarbolti@myrarbolti.com

Í ár verður mótið haldið í Bolungarvík, líkt og í fyrra. Mótssvæðið er við tjaldsvæðið og sundlaugina í Bolgungarvík. Öll þjónusta og afþreying er í göngufæri frá mótssvæðinu.

Við ætlum að vera með sama miðaverð á mótið í ár líkt og í fyrra.

Keppnisarmband kosta 6.000,-kr og ballarmband kostar 6.000,-kr

Ef keypt er ofurarmband þá kostar það 10.000,-kr. og þá kemstu þú inn á öll böll í Bolungarvík ásamt því að geta keppt í Mýrarbolta.

Þetta verður bara Drullu-gaman