JÁÁÁ, ég geri fastlega ráð fyrir því að sum lið muni dansa sigurdansinn yfir þessu! Ný stjórn er komin á fullt að undirbúa mýrarboltann.

Gömlu kempurnar hafa dregið sig í hlé vegna þess að, thule
jú þeir voru bara orðnir gamlir og súrir karlar.

Ný stjórn sem skipuð er af konum og körlum hefur ákveðið að bjóða tveimur liðum sárabætur fyrir síðasta ár gegn skráningu.

Kæru Forynjur, við viljum bjóða ykkur uppá skítkast við fyrrum stjórn boltans vegna dómaraskandals í búningakeppni í fyrra.

Hlökkum til að sjá ykkur í trylltum búningum eins og síðustu ár.

Kæru Píkubanar, við ætlum að bjóða ykkur uppá skítkast og gefa ykkur vekjaraklukku svo það fari nú ekki á milli mála hvenær leikirnir eru. Þá verður engin misskilningur á því hvenær leikirnir eru.

myro2

Annars vil ég minna á að skráning er í fullum gangi!!

Sendið tölvupóast á myrarbolti@myrarbolti.com

Nafn liðs:
Fyrirliði:
Sími:
Netfang

Miðasalan er inná tix.is. Undir Hátíðir má finna Mýrarboltann 2016


myro