JÁ!! Rétt í þessu voru Gemlingar að skrá sig til leiks en þeir hafa keppt  í meira en áratug!

Gemlingar hafa í gegnum tíðina verið uppátækjasamt lið á mýrarboltanum. Þeir hafa tekið virkan þátt í að gera stemninguna sem thulebesta ásamt því hafa þeir lagt hart að sér að vinna búningarverðlaun. Eftir að hafa aldrei unnið gáfust þeir upp og hættu að reyna.

Fyrirliði Gemlinga kom í smá spjall og sagði okkur það að þeir yrðu þó í búning í ár. Aðspurður hver markmið liðsinns væru sagði hann okkur að Gemlingar eru mjög bjartsýnir. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir standa undir nafni enda allir komnir á fertugsaldurinn, Gamlir og góðir.

“Við erum orðnir reynslumiklir á öllum sviðum og við getum komist langt á því!
Við mætum inní mótið eins og öll hin með það í huga að vinna”

Segir Sigurvin fyrirliði Gemlinga.

Hann skaut því þó að okkur að mikill rígur hefur myndast á milli liðanna FC Kareoki og Gemlinga. Síðan FC Kareoki urðu heimsmeistarar hafa þeir gert lítið annað í undirbúningi við mótið en að reyna að stela leikmönnum frá Gemlingum.

“Þetta hefur verið erfitt í sumar svo það er svona undirliggjandi hatur á milli liðanna
þó með ákveðinni virðingu í óvirðingunni. Við verðum með Party liðstjald á svæðinu
og á ég ekki von á öðru en að FC Kareoki muni liggja þar inni. ”

Gemlingar hafa tekið uppá ýmsu í gegnum þennan áratug en þeir hafa gert allskonar tilraunir á tjaldi, Grillað svínskrokk og notað Gardínur sem teppi. Þeir hafa oftar en ekki gert mæður sínar móðar með uppátækjum sínum.

Hér eru gemlingar í sparisetti mæðra sinna

Hér eru gemlingar í sparisetti mæðra sinna

 

Sigurvin fyrirliði að sýna góða takta

Sigurvin fyrirliði að sýna góða takta 

 

Hér er mynd af FC Kareoki áður en þeir stálu öllum Gemlingum

Hér er mynd af FC Kareoki áður en þeir stálu öllum Gemlingum