SAGÐI EINHVER BRENNA?? JÁÁÁ
SAGÐI EINHVER TÓNLEIKAR OG VERÐLAUNAAFHENDING?? JÁÁ!!!
Bara vá!! hversu gott combo??

Það gleður okkur í nefndinni alveg einstaklega mikið að tilkynna ykkur að hin árlega Mýrarboltabrenna verður haldin sunnudaginn 31. júlí!
Þar verður jafn mikil gleði við völd og síðustu ár, jafnvel aðeins meiri því í þetta skiptið mun sjálf verðlaunaafhendingin fara þar fram!!    thule

Við munum einnig bjóða ykkur uppá lifandi tónlist, en sjálfur Páll Óskar ætlar mæta á svæðið og koma fjöri í mannskapinn. Hljómsveitin Boogie Trouble mun auk þess stíga á stokk sem og fleiri góðir gestir!

Brennan hefst klukkan 20:00 og við vonumst til þess að sjá sem flesta, unga sem aldna á þessum hápunkti verslunarmannahelgarinnar á Ísafirði!

Í lok brennu skella sér allir á ball! Vonandi fáiði ekki valkvíða því að Boogie Trouble ætlar að halda áfram að spila á húsinu fram á rauða nótt! Á sama tíma verður fjögura tíma PallaBall í Edinborg!!

brenna    brennamyro