Skip to Content

Skráning er hafin fyrir Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta 2018

Skráning er hafin í fyrir Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta 2018. sem haldið verður á Verslunarmannahelginni. Hægt er að skrá sig í gegnum netfangið  myrarbolti@myrarbolti.com

Í ár verður mótið haldið í Bolungarvík, líkt og í fyrra. Mótssvæðið er við tjaldsvæðið og sundlaugina í Bolgungarvík. Öll þjónusta og afþreying er í göngufæri frá mótssvæðinu.

Við ætlum að vera með sama miðaverð á mótið í ár líkt og í fyrra.

Keppnisarmband kosta 6.000,-kr og ballarmband kostar 6.000,-kr

Ef keypt er ofurarmband þá kostar það 10.000,-kr. og þá kemstu þú inn á öll böll í Bolungarvík ásamt því að geta keppt í Mýrarbolta.

Þetta verður bara Drullu-gaman

 

Leikjaplan Mýrarboltans 2016 er komið!

Jæja elskurnar, svona verður þetta. Í karlaflokki eru fimm riðlar og fjögur lið í hverjum riðli. Þrjú af fjórum liðum komast áfram í 16 liða úrslit og efsta sæti spilar við þriðja sætis lið úr öðrum riðli, nema efsta sætið í B-riðli situr hjá og fer beint í 8 liða.
Í kvennaflokki er einn riðill með fimm liðum og allir spila við alla. Fjögur efstu liðin fara áfram í undanúrslit, efsta liðið spilar við liðið í fjórða sæti og annað sætið spilar við þriðja sætið.

ATH: Á farsímavefnum m.myrarbolti.com er hægt að velja sitt lið og fá harðsoðið og imbahelt plan fyrir liðið, fylgjast með stöðunni í riðlinum o.s.frv.
Mýrarbolti2016-page-001Mýrarbolti2016-page-002

Mótið hefst kl 12:00!

12:00 – 12:00 – 12:00 – 12:00 

Það er að koma að þessu… Mýrarboltamótið 2016 hefst á MORGUN(!!) laugardaginn 30. júlí!

Til þess að allir verði ferskir munum við hefja mótið klukkan 12:00 svo það er enginn sem þarf að rífa sig upp fyrir allar aldir.
Við hlökkum drullumikið til að sjá ykkur á morgun klukkan 12:00!

P.S. ekki gleyma að sækja miðana ykkar í Edinborg í dag á milli 16:00 og 22:00! Miðasalan fer fram á tix.is. 

Mynd: Sigurjón J. Sigurðsson

Mynd: Sigurjón J. Sigurðsson