Skip to Content

Leikjaplan Mýrarboltans 2016 er komið!

Jæja elskurnar, svona verður þetta. Í karlaflokki eru fimm riðlar og fjögur lið í hverjum riðli. Þrjú af fjórum liðum komast áfram í 16 liða úrslit og efsta sæti spilar við þriðja sætis lið úr öðrum riðli, nema efsta sætið í B-riðli situr hjá og fer beint í 8 liða.
Í kvennaflokki er einn riðill með fimm liðum og allir spila við alla. Fjögur efstu liðin fara áfram í undanúrslit, efsta liðið spilar við liðið í fjórða sæti og annað sætið spilar við þriðja sætið.

ATH: Á farsímavefnum m.myrarbolti.com er hægt að velja sitt lið og fá harðsoðið og imbahelt plan fyrir liðið, fylgjast með stöðunni í riðlinum o.s.frv.
Mýrarbolti2016-page-001Mýrarbolti2016-page-002

Mótið hefst kl 12:00!

12:00 – 12:00 – 12:00 – 12:00 

Það er að koma að þessu… Mýrarboltamótið 2016 hefst á MORGUN(!!) laugardaginn 30. júlí!

Til þess að allir verði ferskir munum við hefja mótið klukkan 12:00 svo það er enginn sem þarf að rífa sig upp fyrir allar aldir.
Við hlökkum drullumikið til að sjá ykkur á morgun klukkan 12:00!

P.S. ekki gleyma að sækja miðana ykkar í Edinborg í dag á milli 16:00 og 22:00! Miðasalan fer fram á tix.is. 

Mynd: Sigurjón J. Sigurðsson

Mynd: Sigurjón J. Sigurðsson

 

Skráning liða lokar kl 13:00 í dag!!

Það eru eflaust flestir búnir að skrá liðin sín en þeir sem eru ekki búnir þá er opið fram að hádegi!
um að gera að skrá sig sem fyrst og drulla sér vestur !

Miðakaup fer í gegnum tix.is og afhending armbandanna opnar kl 16 í Edinborg og er til 22:00
Hægt er að nálgast keppnisarmbönd inná mótsvæði en þó einungis með miða frá tix.is eða með pening því ekki verður posi
inná mótstjórn.

myro1