Skip to Content

Horny Gorillaz – við höfðum greinilega valið rétt þegar við ákváðum að fara á Ísafjörð

hornyGorillaz

Hinir frábæru Horny Gorillaz komu sáu og sigruðu, þó þeir hafi ekki unnið úrslitaleikinn, í Mýrarboltanum í fyrra. Leikgleð, stemning og það markmið að hafa gaman hvernig sem færi var leikskipulag sem gekk fyllilega upp.

,,Mættum 12 sveitastrákar saman í Mýrarboltann í fyrsta skipti í fyrra og vissum nákvæmlega ekkert út í hvað við vorum að fara, en það kom svo mjög fljótlega í ljós að við höfðum greinilega valið rétt þegar við ákváðum að fara á Ísafjörð þessa helgi. Allt sem fór þar fram var gjörsamlega þess virði að leggja á sig 1400km ferðalag og ber þá helst að nefna stemninguna sem ríkti hjá hverjum einasta keppanda sem og öðrum sem þarna voru. Þarna voru allir greinilega með það að leiðarljósi að hafa gaman og þegar 4000 manns eða hvað það voru margir koma allir saman til að hafa gaman, já þá er GAMAN!

Mýrarboltinn var líklega það skemmtilegasta sem við höfum nokkurntímann tekið þátt í og við getum engann veginn beðið eftir helginni og mætum á Ísafjörð um versló til þess að skemmta okkur og öðrum!, og já til að vinna ;)”

Voru orð Jóns Ásgeirs Þorlákssonar fyrirliða Horny Gorillaz um ferð þeirra hingað vestur á Ísafjörð í fyrra.

Drullukveðjur til ykkar Horny Gorillaz og verið velkomnir aftur!

Mýrarboltinn er flottasta búningahátíð landsins

Á mýrarboltanum er hefð fyrir því að mæta til leiks í metnaðarfullum búningum.

Mýrarboltinn þarf ekki að vera keppni og þú færð ekki athygli með því að vera ógeðslega góður í fótbolta. Það eru flottustu búningarnir sem fá alltaf mestu athyglina!

sjá myndir af nokkrum búningum síðasta árs á fésbókarsíðunni okkar.

10481654_740533309323495_9019949860604213213_o

Viltu fá 10.000 kr. bensínkort frá N1?

N1_poster_web
Að vera fyrirliði mýrarboltaliðs fylgir mikil ábyrgð og er góður fyrirliði gulls ígildi. Mýrarboltafélagið og N1 eru þessu sammála og þess vegna ætlum við að gefa fyrirliðum þeirra liða sem skrá sig fyrir 10.júlí bensínkort með 10.000kr inneign.

Það eina sem þú þarft að gera er að skrá liðið hér á www.myrarbolti.com og greiða staðfestingargjaldið!