Skip to Content

Tékklisti fyrir mýrarbolta

Þaulreyndur leikmaður á EM í Mýrarbolta hafði samband við okkur. Hann er orðinn hundleiður á að spila (og tapa yfirleitt) á móti algjörum byrjendum sem hafa ekki einu sinni vit á því að hafa með sér gafferteip til að festa skóna við lappirnar. Hann lánaði okkur því tossalistann sinn sem hann hefur alltaf notað áður en hann leggur af stað vestur. Listann gerði hann reyndar árið 2006 og ber hann þess merki á köflum, en margt af þessu á vel við í dag:

 

Pakka niður:

 • Tvö pör af lágum strigaskóm
 • Gafferteip til að festa skóna
 • Hárteygja
 • Plástrar
 • Parkódín og Alka-Seltzer
 • Tvö handklæði
 • Sko-tjaldið ef það er í lagi
 • Svefnpoki
 • Föt fyrir djammið

 

Muna eftir ÁÐUR en ég fer:

 • Ná í nýja debetkortið í SPRON
 • Hlaða símann almennilega
 • Kaupa nesti í Essó í Ártúnshöfða
 • Segja mömmu að ég sé að fara í Galtalæk

Mýrarboltinn 2015

Mýrarboltinn á Ísafirði verðu haldin um verslunarhelgina 2015!

1.-2. Ágúst verður drullað, mallað og rosalegt partý á Ísafirði.

Nánari upplýsingar koma innan tíðar!

Úrslitin í Mýrarboltanum 2014

Úrslit í mýrarboltanum 2014 eru ljós.

Ofurkonur unnu kvennadeildina.

Ísak City unnu karladeildina.