Skip to Content

KALL TIL KVENNA!!

Skráningin í Mýrarboltann er nú í fullum gangi og gríðarleg spenna er að myndast á meðal keppenda.thule
Við hvetjum alla til þess að taka þátt en viljum við þó sérstaklega hvetja konur til þess að henda í lið og skrá sig sem fyrst.

Eins og staðan er núna eru karlaliðin fleiri en við viljum ólm fá fleiri kvennalið á blað til þess að staðfesta það sem við vitum þó öll, að drulluboltinn er fyrir alla! Kvennaliðin hafa verið gríðarlega sterk síðustu ár og við skorum á ykkur:

Kæru konur, að láta ekki deigan síga og mæta með krafti á Mýrarboltamótið 2016!!!

myro2

HEYRST HEFUR AÐ FORYNJUR MÆTI Í ÁR, STERKARI EN NOKKUR SINNI FYRR!!1

hasselhof

BRENNA, TÓNLEIKAR OG VERÐLAUNAAFHENDING

SAGÐI EINHVER BRENNA?? JÁÁÁ
SAGÐI EINHVER TÓNLEIKAR OG VERÐLAUNAAFHENDING?? JÁÁ!!!
Bara vá!! hversu gott combo??

Það gleður okkur í nefndinni alveg einstaklega mikið að tilkynna ykkur að hin árlega Mýrarboltabrenna verður haldin sunnudaginn 31. júlí!
Þar verður jafn mikil gleði við völd og síðustu ár, jafnvel aðeins meiri því í þetta skiptið mun sjálf verðlaunaafhendingin fara þar fram!!    thule

Við munum einnig bjóða ykkur uppá lifandi tónlist, en sjálfur Páll Óskar ætlar mæta á svæðið og koma fjöri í mannskapinn. Hljómsveitin Boogie Trouble mun auk þess stíga á stokk sem og fleiri góðir gestir!

Brennan hefst klukkan 20:00 og við vonumst til þess að sjá sem flesta, unga sem aldna á þessum hápunkti verslunarmannahelgarinnar á Ísafirði!

Í lok brennu skella sér allir á ball! Vonandi fáiði ekki valkvíða því að Boogie Trouble ætlar að halda áfram að spila á húsinu fram á rauða nótt! Á sama tíma verður fjögura tíma PallaBall í Edinborg!!

brenna    brennamyro

Skráðu þig í skraplið‼︎

Langar þig að taka þátt í mýrarbolta en ert ekkithule með lið?

 

Eruð þið nokkur saman og náið ekki að búa til eitt lið?

Sendu tölvupóst á myrarbolti@myrarbolti.com og skráðu þig í skraplið!!

 

Skraplið er fyrir fólk sem ekki er með nóg og marga til að fylla i eitt lið eða fyrir einstaklinga Sem vilja taka þátt!

Það er ekkert sem á að stoppa þig!!

VERTU MEÐ Á MÝRARBOLTANUM 2016!!

 

image