Skip to Content

Leikjaplan laugardag og sunnudag

Jæja elskurnar, þá er leikjaplanið klárt. Vonandi eru allir sáttir.

Nú má strax sjá hvernig sunnudagurinn lítur út, þ.e.a.s. ef þú vinnur þinn riðill þá áttu að spila klukkan þetta og þetta og svo framvegis.

Góðar stundir,

Mótsstjórn-

Leikjaplan 2013

Share

Villtu kaupa miða..

Hér er hægt að kaupa þátttökuarmbönd og ballarmbönd.

Keppnisarmband er á 9.500.-

Ballarmband er á 7.500.-

Share

Skráningarfrestur á liðum er liðinn – EN ÞAÐ ER EKKERT MÁL AÐ KAUPA MIÐA!!

Síðasti frestur til að skrá lið er liðinn. Ennþá er hægt að bæta í þau lið sem eru búinn að skrá sig og vitum við um nokkur lið sem vantar fleiri leikmenn í bæði karla og kvennaflokki.

SKRÁNINGARFRESTUR GILDIR BARA UM LIÐ. ÞEIR SEM ERU Í LIÐI GETA ENN KEYPT MIÐA, Í VERSLUNUM NOVA EÐA BARA KEYPT MIÐA ÞEGAR ÞÚ KEMUR Á ÍSAFJÖRÐ.

Við minnum á að hægt verður að kaupa armbönd alla helgina á Ísafirði. Skráningarkvöldið er á morgun föstudag í Edinborgarhúsinu (sjá kort) og þar verður hægt að kaupa bæði keppnisarmbönd og ballarmbönd. Eftir það verður hægt að kaupa armbönd á böllunum í Edinborg og Eimskipssvæði. Ef einhver er mjög seint á ferðinni þá verður líka hægt að kaupa armbönd inná mótssvæði alla helgina.

Hægt er að gera fyrirspurn um nýja liðsmenn á myrarbolti@myrarbolti.com

Share

Stanslaus Drulla á degi 1

 

Boltinn týndur í drullunni, hárkollan af, gul spjöld, hauspoki, flugeldar, glysrokk, strandverðir og allur andskotinn annar á fyrsta degi Mýrarboltans 2013. Mótið er búið í dag en heldur svo áfram á morgun.

 

Þá erum við auðvitað bara að tala um mótið sjálft. Nú tekur við stanslaust stuð fram á rauða nótt með fjörusöng undir leiðsögn Mugison og böllum út um allan bæ. Það er nefnilega þannig með Mýrarboltann að það er drullu skemmtilegt allann daginn! Keppendur voru allir til fyrirmyndar þó sumir hafi þurft að bera svarta hauspokann vegna fáránlegra brota í leik. Einn fór úr axlalið, en drullaði sér út af svo leikurinn gæti haldið áfram. Píkubanar áttu innkomu mótsins, innkoma af þvílíkri fagmennsku að annað eins hefur ekki sést í Mýrarboltanum. Drulluskemmtilegur dagur í sól, með einni til tveim vindhviðum, og verður enn betri á morgun.

 

Nú er bara að drulla sér í Fjörusönginn og dansa fram eftir morgni.

 

Sjáumst svo hress í drullumallinu í fyrramálið drullupésar.

Share

Drullugasti leikmaðurinn valinn?

 

Póstaðu mynd af drullugasta leikmanninum, sjálfum þér eða félaganum, á Instagram eða á Facebook. Taggaðu myndina #Drullugastur og settu fullt nafn viðkomandi ásamt því hvaða liði sá/sú leikur með. Í lokahófinu verður svo valinn drullugasti leikmaðurinn úr þeim myndum sem hafa verið merktar þessu taggi.

 

#Drullugastur #Mýrarbolti #Mýrarboltinn #Instagram #Facebook

Share